top of page

um MIG

Ég heiti Sóley Guðmundsdóttir og er fædd árið 2003 í Reykjavík. Ég er alin upp að mestu leiti í Vesturbænum og er eins og sagt er „algjört borgarbarn“. Ég elska að fara á kaffihús til að læra eða bara slaka á og ég er stór aðdáandi Marvel kvikmyndanna.

Ég spila einnig á víólu mér til skemmtunar og finnst gaman að gera hluti með höndunum. Það átti stóran þátt í því að ég endaði í Tækniskólanum að læra grafíska miðlun.

Ég ákvað eftir 10. bekk að meira bóklegt nám væri ekki fyrir mig. Tilhugsunin um að halda áfram í hefðbundnu skólabókarnámi í þrjú ár í viðbót höfðaði bara ekkert til mín. Ég fór því að skoða nám í Tækniskólanum og leist vel á grafíska miðlun.

Ég er mjög ánægð með brautarvalið hjá mér og ég hef lært marga gagnlega hluti. Ég kann til dæmis vel að nota hönnunarforrit í tölvu, ég kann megin reglurnar á bak við kennimerkjagerð og ég kann að setja upp auglýsingaherferðir fyrir búðir og fyrirtæki. Allt í allt hef ég lært mikið af gagnlegum hlutum, sem getur verið góður grunnur fyrir hvaða nám eða starf sem ég vel mér næst.

Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, en ég veit að eins og er langar mig að skoða heiminn betur, áður en ég sest niður fyrir framan tölvuskjá að hanna eða brjóta um. En hver veit. Það sem ég hef lært á án efa eftir að gagnast mér í framtíðinni.

IMG40626_Vefsida.png
bottom of page